Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss.

 

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum ih. fór fram í Íþróttahöllinni Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 10. mars. 

UMSS sendi lið til keppni í karlaflokki, en alls kepptu lið frá 8 aðilum.

Lokastaðan í stigakeppni karlaflokks: 1. FH 54 stig, 2. ÍR 53, 3. Breiðablik 39, 4. UMSS 33, 5. KFA 32, 6. FJÖLELDING 27, 7.-8. Ármann 24 og HSK 24.

Skagfirðingarnir stóðu sig vel, en árangur þeirra var eftirfarandi:

Jóhann Björn Sigurbjörnsson:  1. sæti í 60m hlaupi 6,96sek.

Ísak Óli Traustason: 2. sæti í 60m grind. 8,58sek, og 5. sæti í hástökki 1,83m.

Vignir Gunnarsson: 6. sæti í kúluvarpi 11,63m.

Daníel Þórarinsson: 7. sæti í 400m hlaupi 54,82sek.

Einar Örn Gunnarsson: 7. sæti í 1500m hlaupi 4:58,97mín.

Sveinbjörn Óli Svavarsson: 7. sæti í þrístökki 11,68m.

Sveit UMSS: 4. sæti í 4x200m boðhlaupi 1:31,38mín. Sveitina skipuðu Sveinbjörn Óli, Ísak Óli, Daníel og Jóhann Björn.

Allar upplýsingar um keppnina má sjá HÉR !