- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
13. Bikarkeppni FRÍ fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 2. mars. Átta lið kepptu í karlaflokki og átta í kvennaflokki. UMSS sendi aðeins karlalið til keppni.
Úrslit stigakeppninnar í karlaflokki: 1. ÍR-A 59 stig, 2. FH-A 51 stig, 3. Breiðablik 48 stig, 4. Fjölnir/Afturelding 33 stig, 5. UMSS 31 stig, 6. Ármann 29 stig, 7. HSK 21 stig, 8. FH-B 14 stig.
Árangur Skagfirðinganna: Ísak Óli Traustason sigraði í 60m grind. á 8,29sek (mótsmet), og varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,30m (pm). Sveinbjörn Óli Svavarsson í 6. sæti í 60m hlaupi á 7,27sek, og í 7. sæti í langstökki með 5,90m. Daníel Þórarinsson í 6. sæti í 400m hlaupi á 53,62sek. Rúnar Ingi Stefánsson í 6. sæti í kúluvarpi með 11,44m (pm). Einar Örn Gunnarsson í 7. sæti í 1500m hlaupi á 4:58,03mín. Sveit UMSS (Sveinbjörn Óli, Daníel, Kristinn Freyr, Ísak Óli) í 5 sæti í 4x200m boðhlaupi á 1:33,60mín. Vel gert piltar !
Í kvennaflokki sigraði FH-A 57 stig, 2. sæti ÍR-A 53 stig, 3. sæti Breiðablik 47 stig.
Í samanlagðri stigakeppni sigraði ÍR-A 112 stig, 2. sæti FH-A 108 stig, 3. sæti Breiðablik 95 stig.
HÉR er hægt að sjá allar upplýsingar um keppnina.