- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Ísak Óli Traustason UMSS keppti um helgina, 4. og 5. mars, í sjöþraut karla á skoska meistaramótinu í fjölþrautum, sem fram fór í Glasgow. Auk Ísaks kepptu í þrautinni þeir Tristan Freyr Jónsson ÍR, og Blikarnir Ingi Rúnar Kristinsson og Ari Sigþór Eiríksson, en þessir kappar urðu í fjórum fyrstu sætunum á MÍ í fjölþrautum hér heima í lok janúar.
Í fimmtarþraut kvenna keppti María Rún Gunnlaugsdóttir FH á mótinu í Glasgow.
Hægt er að sjá öll úrslit á mótinu HÉR !
- - -
Fréttir af fyrri degi:
Ísak Óli stóð sig vel á fyrri degi þrautarinnar. Hann hlaut samtals 2794 stig úr greinunum fjórum, 110 stigum meira, en þegar hann vann bronsið á MÍ í janúar. Árangur hans í einstökum greinum var: 60m hlaup 7,17sek (pm), langstökk 6,87m, kúluvarp 11,53m, hástökk 1,78m.
Tristan Freyr meiddist í langstökkskeppninni og varð því miður að hætta keppni, við sendum honum bestu bataóskir.
Fréttir af seinni degi:
Ísak Óli lauk keppni í þrautinni með glæsibrag. Hann hlaut samtals 4929 stig og bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 256 stig. Árangur hans í einstökum greinum var: 60m grindahlaup 8,44sek, stangarstökk 3,67m (pm) og 1000m hlaup 2:53.00mín (pm). Til hamingju með bætinguna Ísak Óli !
Keppendur í sjöþrautinni voru 11 talsins, Ingi Rúnar varð í 3. sæti með 5229 stig, Ísak Óli í 5. sæti með 4929 stig (pm) og Ari Sigþór í 7. sæti með 4546 stig (pm).