- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ hefur valið landslið Íslands í frjálsíþróttum til keppni á Smáþjóðaleikunum, sem fram fara í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní. Frjálsíþróttakeppnin fer fram 29.-31. maí. Í liðinu eru 22 íþróttamenn, 13 konur og 9 karlar. Tveir Skagfirðingar eru í liðinu, Ísak Óli Traustason, sem keppir í 110m grindahlaupi, langstökki og boðhlaupi, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem keppir í 100m og 200m hlaupum og boðhlaupi. Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls er í þjálfarateymi liðsins.
Á Smáþjóðaleikunum eiga keppnisrétt Evrópuþjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár frá 1985.
Úrslit 1. keppnisdags í frjálsíþróttum, 29. maí.
Úrslit 2. keppnisdags í frjálsíþróttum, 30. maí.
Úrslit 3. keppnisdags í frjálsíþróttum, 31. maí.
HÉR má sjá íslenska landsliðið í frjálsíþróttum.
HÉR má sjá Heimasíðu Smáþjóðaleikanna í Svartfjallalandi 2019.