- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands 2019 var haldin 22. nóvember.
Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Verðlaun sem "frjálsíþróttafólk ársins" hlutu ÍR-ingarnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir spretthlaupari og Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari.
Skagfirðingar áttu sína fulltrúa í verðlaunahópnum. Ísak Óli Traustason var valinn "stökkvari ársins" í karlaflokki, og þeir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Ísak Óli voru í sigurliði Íslands í Evrópukeppni landsliða, sem vann sig upp um deild, en liðið hlaut verðlaun sem “hópur ársins”.
Heildarlista yfir viðurkenningar FRÍ 2019 má sjá HÉR !