- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
JJ-mót Ármanns í frjálsíþróttum var haldið á Laugardalsvellinum í Reykjavík miðvikudaginn 23. maí. Mótið halda Ármenningar ár hvert til minningar um Jóhann Jóhannesson (1906-1999). Jóhann var á yngri árum frábær íþróttamaður, einkum í spretthlaupum og grindahlaupum. Í yfir 60 ár var Jóhann, eða “Jói long”, eins og hann var oftast kallaður, driffjöðurin í starfi Frjálsíþróttadeildar Ármanns.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson var eini Skagfirðingurinn sem keppti á mótinu í ár. Hann sigraði glæsilega í 100m hlaupi karla, hljóp á 11,14sek í sterkum mótvindi (-3,7m/sek.), og var langt á undan helstu keppinautum sínum.
ÚRSLIT á JJ-móti Ármanns 2018.