- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsum í aldurshópnum 11-14 ára fór fram á Akureyri daganna 9.-10. júlí sl. í blíðskapar veðri á laugardeginum og endaði í hellidembu á sunnudeginum þegar boðhlaupin voru hlaupin.
Undir merkjum Ungmennasambands Skagafjarðar kepptu 15 krakkar (Frjálsíþróttadeild Tindastóls og Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári). Unnu þau til 6 einstaklings verðlauna og 2 boðhlaups verðlauna í 12 ára 4x100m pilta og 4x100m stúlkna.
Ísak Hrafn Jóhannsson varð Íslandsmeistari 11 ára pilta í 400m hlaupi á nýju héraðsmeti og sveit 11 ára pilta urðu Íslandsmeistarar félagsliða utanhúss 2022. Sveitina skipuðu þeir Aron Gabríel, Birkir Heiðberg, Ísak Hrafn, Sigmar Þorri og Sæmundur Ingi.
Árangur helgarinnar;
13 ára piltar
Halldór – bætti sitt persónulega besta í 10 af þeim 11 greinum sem hann keppti í. 80m hlaup 12.03 sek., 300 m hlaup 48.40 sek. (3), 800 m hlaup 2:50,08 mín., 2000 m hlaup 8:16,93 mín (2), 80 m grind 16.03 sek., 300 m grind 51.66 sek., Hástökk 1.41m, langstökk 3.79 m, þrístökk 8,29 m, kringlukast 22.45m og spjótkast 22.81m.
13 ára stúlkur
Amelía Ýr – bætti sig í öllum 5 greinunum sem hún keppti í og komst í úrslit í 80 m hlaupi stúlkna. 80m 12.81 sek. í undanúrslitum og 12.69 sek. í úrslitum, langstökk 3.57m, þrístökk 7.64m, kúluvarp 6.19m og spjótkast 14.26m.
Efemía Ösp – bætti sitt persónulega besta í 5 greinum af þeim 6 sem hún keppti í. 80 m 13,25 sek., hástökk 1.16m, þrístökk 7.90m, kúluvarp 6.60m, kringlukast 14.71m og spjótkast 12.91m.
Klara Amelía – bætti sitt persónulega besta í 4 af þeim 5 greinum sem hún keppti í. 80m 14,48 sek. langstökk 2.63m, kúluvarp 5.07m, kringlukast 12.51m og spjótkast 10.69m
12 ára piltar
Hafþór Ingi – bætti sitt persónulega besta í 4 greinum af 6. 60 m hlaup 9.82 sek., 400 m hlaup 78,19 sek., hástökk 1.20m, langstökk 3.09m, kúluvarp 5.80m, spjótkast 13.01m og lenti í 10. sæti í fjölþraut.
12 ára stúlkur
Inga Rún – bætti sitt persónulega besta í 2 greinum af 6. 60m hlaup 10.45 sek., 400m hlaup 84.28 sek., hástökk 1.21m, langstökk 3.33m, kúluvarp 4.87m og spjótkast 10.63 og lenti í 13. sæti í fjölþraut.
Rakel Sonja – bætti sitt persónulega besta í öllum greinunum sem hún keppti í. 60m hlaup 10.48 sek., 400m hlaup 81.90 sek., hástökk 1.06m, langstökk 3.29m, kúluvarp 6.66m, spjótkast 8.50m og lenti í 15. sæti í fjölþraut.
Sigurbjörg Inga- bætti sitt persónulega besta í 5 greinum af 6. 60m hlaup 10.13 sek., 400m hlaup 75.87 sek., hástökk 1.26m, langstökk 3.71m, kúluvarp 6.19m, spjótkast 9.22m og lenti í 10. sæti í fjölþraut.
11 ára piltar
Aron Gabríel – bætti sitt persónulega besta í 4 af 6 greinum. 60m hlaup 9.73 sek., 400m hlaup 71.31 sek. (3), hástökk 1.06m, langstökk 3.58m, kúluvarp 6.66m, spjótkast 15.10m og lenti í 4.sæti í fjölþraut.
Birkir Heiðar – bætti sitt persónulega besta í 5 af 6 greinum. 60m hlaup 10.52 sek., 400m hlaup 83.01 sek., hástökk 1.26m (2), langstökk 3.39m, kúluvarp 5.85m, spjótkast 17.11m, og lenti í 10. sæti í fjölþraut.
Ísak Hrafn – bætti sitt persónulega besta í 2 greinum af 6. 60m hlaup 9.26 sek.(2), 400m hlaup 69.67 sek.(1), hástökk 1.06m, langstökk 3.51m, kúluvarp 6.49m, spjótkast 20.43m (3) og lenti í 2.-3. sæti í fjölþraut.
Sigmar Þorri – bætti sitt persónulega besta í öllum 6 greinunum sem hann keppti í. 60m hlaup 10.70 sek., 400m hlaup 78.04 sek., hástökk 1.11m, langstökk 3.47m, kúluvarp 6.83m, spjótkast 16.15m og lenti í 9. sæti í fjölþraut.
Sæmundur Ingi – bætti sitt persónulega besta í öllum 5 greinunum sem hann keppti í. 60m hlaup 12.09 sek., hástökk 1.11m, langstökk 2.92m, kúluvarp 6.72m, spjótkast 15.57m og lenti í 19 sæti í fjölþraut.
Frábær árangur og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu mótum.