- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Smáþjóðameistaramótið í frjálsíþróttum 2018 fer fram í Liechtenstein laugardaginn 9. júní. Mótið er smærra í sniðum en hinir hefðbundnu Smáþjóðaleikar, sem fram fara annað hvert ár. Alls taka lið frá 18 þjóðum þátt í mótinu og 250 íþróttamenn keppa í 11 greinum á einum degi.
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið 15 íþróttamenn, 9 konur og 6 karla, til keppninnar. Meðal þeirra er Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS, sem keppa mun í hástökki. Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður í þjálfarateymi liðsins.
Góða ferð Þóranna Ósk og Arnar !