- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli um helgina 15.-16. júní. Skráðir til leiks voru 212 keppendur frá 25 félögum og samböndum, þar á meðal voru fimm Skagfirðingar, og unnu þau öll til verðlauna, alls þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Góður árangur náðist á mótinu og keppnin var hörkuspennandi, enda margt af besta frjálsíþróttafólki landsins í þessum aldursflokkum.
HÉR má sjá öll úrslit mótsins.
Árangur Skagfirðinganna:
Andrea Maya Chirikadzi 16-17 ára:
2. sæti í kúluvarpi (3 kg): 11,70m (pm).
3. sæti i kringlukasti (1 kg): 24,52m.
Þá varð hún einnig í 5. sæti í spjótkasti og 6. sæti í sleggjukasti.
Stefanía Hermannsdóttir 16-17 ára:
2. sæti í kringlukasti (1 kg): 25,62m (pm).
Hún varð einnig í 4. sæti í spjótkasti.
Rúnar Ingi Stefánsson 20-22 ára:
2. sæti í kúluvarpi (7,26 kg): 11,27m (pm).
Hann varð einnig í 4. sæti í spjótkasti.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 20-22 ára:
3. sæti í kúluvarpi (4 kg): 10,13m.
3. sæti í spjótkasti (0,6kg): 23,42m.
Sveinbjörn Óli Svavarsson 20-22 ára:
3. sæti í 200m hlaupi: 22,87sek.
Hann varð einnig í 4. sæti í 100m hlaupi.
Til hamingju öll !