- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Frjálsíþróttakeppnin á RIG 2019 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 3. febrúar. Þetta var boðsmót fyrir bestu Íslendingana, en auk þeirra var boðið sterkum keppendum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Írlandi, Póllandi, Svíþjóð og Tékklandi.
Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, Ísak Óli Traustason keppti í langstökki og boðhlaupi, en Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Óli Svavarsson í 60m hlaupi.
Búist var við spennandi keppni í flestum greinum og sú varð raunin. Ekki síst var gaman, að sjá keppnina í 4x200m boðhlaupum karla og kvenna í lok mótsins. Íslenska kvennasveitin sigraði og setti Íslandsmet. A-sveit karla varð í 2. sæti á eftir þeirri bandarísku og setti Íslandsmet. FRÍ hefur undanfarið haldið úti sérstöku “Boðhlaupsverkefni” til að skerpa á getunni í þessum greinum, með það að markmiði að koma íslenskum sveitum inn á alþjóðleg stórmót. Í boðhlaupi karla var gert ráð fyrir að Jóhann Björn keppti í A-sveit Íslands og Ísak Óli í B-sveitinni, en Jóhann Björn varð að hætta við keppni vegna meiðsla, sem hann varð fyrir í 60m hlaupinu.
Árangur Skagfirðinganna: Ísak Óli varð í 3. sæti í langstökki stökk 6,98m, og með B-sveit Íslands í 4x200m boðhlaupi í 3. sæti á 1:30,91mín. Í 60m hlaupi varð Jóhann Björn í 4. sæti á 7,04sek, og Sveinbjörn Óli í 8. sæti á 7,28sek.
Hér má sjá öll ÚRSLIT !