Ísland upp í 2. deild EM í frjálsum


Ætlunarverkið tókst hjá íslenska landsliðinu í frjálsíþróttum. Í keppni 3. deildar Evrópu sigraði Kýpur með 495 stig, Ísland varð í 2. sæti með 487, en Ísrael í 3. sæti með 471,5 stig, af 15 liðum í deildinni. Tvö efstu liðin færast í 2. deild.


Einn af hápunktum keppninnar var glæsilegt Íslandsmet í 4x100m boðhlaupi karla. 

Þar hljóp okkar maður, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, ásamt félögum sínum, Juan Ramon Borges Bosque, Kolbeini Heði Gunnarssyni og Ara Braga Kárasyni.  Þeir urðu í 2. sæti á 40,84sek og slógu 18 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar, Ólafs Guðmundssonar, Harðar Gunnarssonar og Jóhannesar Más Markússonar, sem var 41,19sek.


Jóhann Björn stóð sig einnig vel í 100m hlaupi, varð í 5. sæti á 10,79, sem er nálægt hans besta.


Það er ljóst að frjálsíþróttir eru í mikilli sókn á Íslandi.  Flestir þeirra, sem bestu afrekin unnu, eru ungir að árum og framtíðin er björt.


ÚRSLIT !