- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
20. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Mótið fór mjög vel fram í góðu veðri, framkvæmdin og framkoma mótsgesta var til fyrirmyndar. Keppendur á mótinu voru um 1000, alls staðar að af landinu og gestir alls um 10.000.
Í frjálsíþróttunum voru keppendur um 400 talsins, þar af voru 35 Skagfirðingar, sem stóðu sig mjög vel. Uppskera UMSS hópsins, í verðlaunum talin, var 8 gull, 4 silfur og 9 brons. Það segir þó alls ekki alla söguna, því fjölmargir bættu sinn fyrri árangur, ungir sem eldri skemmtu sér vel og stemningin var frábær.
Í lok mótsins var svo afhentur hinn svonefndi „Fyrirmyndarbikar UMFÍ“, sem veittur er þeim aðila innan UMFÍ, sem þykir hafa sýnt sérlega góða umgengni, auk háttvísi og prúðrar framkomu í keppni og við aðra viðburði. Sérstök nefnd fylgist með þessum þáttum hjá keppendum og stuðningsliðum meðan mótið stendur. Að þessu sinni féll bikarinn í hendur Skagfirðinga. Til hamingju UMSS !
Unglingalandsmótsmeistarar UMSS í frjálsíþróttum 2017:
Andrea Maya Chirikadzi: Kúluvarp 14 ára.
Kristinn Freyr Briem Pálsson: 100m hlaup 18 ára.
Kristinn Freyr Briem Pálsson: 200m hlaup 18 ára.
Rúnar Ingi Stefánsson: Kúluvarp 18 ára.
Vala Rún Stefánsdóttir: 100m hlaup 18 ára.
Vala Rún Stefánsdóttir: Kúluvarp 18 ára.
Vala Rún Stefánsdóttir: Spjótkast 18 ára.
Sveit UMSS: 4x100m boðhlaup 18 ára. (Kristinn F. B. Pálsson, Gunnar F. Þórarinsson, Vésteinn K. Vésteinsson, Andri S. Tryggvason).
Öll úrslit í frjálsíþróttakeppni ULM 2017 má sjá HÉR !