- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 4. febrúar. Fremsta frjálsíþróttafólki landsins er boðið til mótsins, auk þess sem sextán mjög góðir erlendir gestir mæta til leiks. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að mótið sé líklega sterkasta innanhúsmót í frjálsíþróttum sem haldið hefur verið hér á landi, svo búast má við skemmtilegri keppni.
Erlendu gestirnir koma frá Belgíu, Danmörku, Englandi, Hollandi, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð. Ekki verður aðeins barist um sigur í hverri grein á mótinu, því nokkrir keppenda eru líka að keppa að lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið, sem fram fer í Belgrad í mars.
Meðal Íslendinganna sem boðið er til mótsins, eru Skagfirðingarnir Ísak Óli Traustason, sem keppir í 60m hlaupi og langstökki, og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, sem keppir í hástökki.
Keppendalista, tímaseðil, og úrslit, jafnóðum og þau eru kunn, má sjá HÉR !
Bein útsending verður á RÚV kl 13 -15, þar sem okkar óviðjafnanlegi gamli félagi í UMSS, Sigurbjörn Árni Arngrímson, mun lýsa keppninni og gulltryggja að hún verði æsispennandi.