- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona úr UMF Tindastól, var valin “Íþróttamaður Skagafjarðar 2018”, en valið var tilkynnt í hófi sem UMSS hélt í Ljósheimum 27. desember.
Þóranna bætti sinn fyrri árangur og skagfirska héraðsmetið í hástökki uh. um 5 cm í sumar, stökk 1,77m, sem er besti árangur íslenskrar konu í greininni í 5 ár. Þá varð hún Íslandsmeistari bæði í flokkum 20-22 ára og fullorðinna. Hún keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti smáþjóða í Liectenstein (3. sæti) og Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð (5. sæti).
Þóranna hlaut þennan sæmdartitil einnig árið 2015.
Sigurður Arnar Björnsson, aðalþjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, var valinn þjálfari ársins, en hann hefur einnig starfað í þjálfarateymum íslenska landsliðsins.
Hvatningarverðlaun, sem veitt eru unglingum 12-17 ára, hlutu frá Frjálsíþróttadeild Tindastóls: Andrea Maya Chirikadzi og Hákon Ingi Helgason.
Viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku, hlutu frá deildinni: Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson.
Til hamingju öll !