- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Fremstir - Óskar smári, benjamín og Arnar sig.
Bekkurinn: Stefán, hólmar, guðni, hilmar og kári og þeir spiluðu allir í leiknum.
Tindastólsmenn komu gríðar vel stemmdir í þennan leik og spiluðu virkilega flottan og góðan fótbolta á móti mjög sterku liði ÍBV. Okkar menn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik og voru í raun óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik. Staðan 0-0 í hálfleik.
ÍBV komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og tóku ákveðin völd fyrstu 15 mínúturnar en okkar menn vörðust gríðar vel. ÍBV komst yfir með góðu viðstöðulausu skoti fyrir utan teig. Tindastóll efldist í raun við markið og tóku völdin aftur í sínar hendur og sýndu frábæran styrk sinn og vilja með því að jafna leikinn. Arnar Sig vann boltann og sendi Óskar Smára í gegnum vörn ÍBV og honum brást ekki bogalistinn þeim drengnum og setti hann af öryggi framhjá markmanni ÍBV. Aðeins nokkrum mínútum síðar komast eyjamenn aftur yfir með marki sem Messi hefði verið stoltur yfir. Þá setur leikmaður ÍBV boltann í fallegur boga yfir markmann stólana og upp í fjærhornið umkringdur leikmönnum tindastóls.
Eins og áður héldu leikmenn Tindastóls áfram og spiluðu mjög vel og aftur sýndu þeim gríðarlega mikinn vilja og trú á verkefninu með því að koma aftur tilbaka og jöfnuðu í annað sinn. Þá sendi Konni frábæra sendingu inná teiginn þar sem Guðni og Arnar sig voru aleinir í teignum og Guðni tók sig til og lagði boltann fallega í markið af mikilli yfirvegun.
2-2 og allt í járnum.
Í lokinn voru leikmenn Tindastóls mjög óheppnir að skora ekki sigurmarkið en þeir fengu sannkallað dauðafæri þegar lítið var eftir en leikmaður ÍBV rétt náði að henda sér fyrir það.
Flottur leikur hjá strákunum og sýnir okkur það að mikil bæting er að eiga sér stað hjá þessum flotta hóp og hann er allur að styrkjast.
Næsti leikur Tindastóls er við Grindavík á þriðjudagskvöldið næstkomandi kl 20.30 í Reykjaneshöllinni.