- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Stelpurnar í 3. flokk kvenna spiluðu æfingaleik við KA í Boganum á Akureyri á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn framan af. KA stelpur komust yfir seint í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu, boltinn datt inn á teyginn og okkar stelpur náðu ekki hreinsa nægilega vel frá markinu. Staðan 1-0 í hálfleik. Í byrjun síðari hálfleik átti Rebekka góða sendinu inn á teyg og María Dögg stýrði boltanum laglega með góðum skalla í fjær hornið. Eftir þetta jöfnunarmark voru Tindastólsstúlkur nokkuð betri aðilinn án þess þó að koma sér í nægilega góð færi. Seint í leiknum tókst KA svo að komast í 2-1 eftir góðann sprett upp allann völlinn. Lokatölur urðu 2-1 fyrir KA.
Stelpurnar geta verið nokkuð sáttar við sína frammistöðu, þær lögðu sig alla fram og með smá heppni hefði sigurinn getað dottið þeirra megin.
Þessar stúlkur tóku þátt í leiknum: Bjarney, Hildur Ýr, Berglind, Freydís, Dagmar, Bergljót, Krista Sól, María Dögg, Eyvör, Rebekka, Birgitta, Anna Sóley, Vigdís