- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
3. og næst síðasta umferð fjölliðamótanna fer fram um helgina, en þá eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem slá botninn í þessa umferð.
10. flokkur stúlkna keppir í DHL höllinni hjá KR-ingum í B-riðli og mæta þar gestgjöfunum úr KR, Sindra frá Höfn og FSu. Stelpurnar eru ákveðnar í að vinna riðilinn og komast upp í A-riðil fyrir síðustu umferðina þar, en takist það, verða allir eldri stúlknaflokkar Tindastóls; stúlknaflokkur (ásamt KFÍ), 10. flokkur og 9. flokkur, í A-riðli í síðasta mótinu, en fjögur efstu liðin í síðustu umferð Íslandsmótsins, tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikjaplan stelpnanna er svona;
23-02-2013 15:00 | gegn KR 10. fl. st. | - | DHL-höllin |
24-02-2013 09:00 | gegn Sindri 10 fl. st. | - | DHL-höllin |
24-02-2013 11:30 | gegn FSu 10. fl. st. | - | DHL-höllin |
9. flokkur drengja keppir í B-riðli í Schenker-höll þeirra Hauka í Hafnarfirði. Strákarnir unnu sig upp í B-riðil í síðasta móti og hafa staðið sig afar vel í vetur. Leikjaplanið þeirra er svona;
23-02-2013 13:15 | gegn Stjarnan 9. fl. dr. | - | Schenkerhöllin |
23-02-2013 15:45 | @ Keflavík 9. fl. dr. | - | Schenkerhöllin |
24-02-2013 10:30 | @ Fjölnir 9. fl. dr. | - | Schenkerhöllin |
24-02-2013 13:00 | gegn Haukar 9. fl. dr. | - | Schenkerhöllin |
Með þessum leikjum klárast 3. umferð Íslandsmóts yngri flokkanna. Fjórða umferðin verður leikin sem hér segir skv mótaplani KKÍ;
23. - 24. mars, stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur drengja og 8. flokkur stúlkna.
6. - 7. apríl, 10. flokkur drengja, 9. flokkur stúlkna, 7. flokkur drengja.
13. - 14. apríl, 10. flokkur stúlkna, 9. flokkur drengja