76. Vormót ÍR í frjálsíþróttum.

Jóhann Björn vann tvenn gullverðlaun.
Jóhann Björn vann tvenn gullverðlaun.

 

76. Vormót ÍR í frjálsíþróttum var haldið á Laugardalsvellinum í Reykjavík 13. júní í ágætu veðri. Keppendur voru um 140, þar á meðal þrír Skagfirðingar, sem stóðu sig allir mjög vel, og unnu þrenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði bæði í 100m hlaupi á 10,85sek og 200m hlaupi á 21,93sek.

Ísak Óli Traustason sigraði í 110m grindahlaupi á 15,25sek, varð í 3. sæti í spjótkasti með 45,66m (pm), og í 3.-4. sæti í hástökki 1,75m.

Sveinbjörn Óli Svavarsson varð í 4. sæti í 200m hlaupi á 23,36sek og 5. sæti í 100m hlaupi á 11,46sek.

Öll úrslit á 76. Vormóti ÍR má sjá HÉR !