8 leikmenn í æfingahópum U-15 og U-16 ára landsliðanna

Alls hafa 8 leikmenn yngri flokkanna verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-15 og U-16 ára landsliðanna á milli jóla og nýárs, þar af eru sjö stúlkur.

Stúlkurnar í U-15 ára æfingahópnum eru þær Jóna María Eiríksdóttir, Valdís Ósk Óladóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Kolbrún Ósk Hjaltadóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir. Þjálfari liðsins er Finnur Jónsson úr Borgarnesi, sem var m.a. aðstoðarþjálfari U-16 ára stúlkna í vor og sumar, en liðið tók bæði þátt í Norðurlandamóti og Evrópukeppni. Aðstoðarþjálfari Finns er Stefanía Bonnie Lúðvíksdóttir.

Í U-15 stráka var Pálmi Þórsson valinn. Þjálfari þess liðs er Arnar Guðjónsson, sem í dag þjálfara lið  og aðstoðarþjálfari Gunnar Sverrisson.

Í U-16 ára hópinn voru valdar þær Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir og Árdís Eva Skaftadóttir. Þjálfari þeirra er Tómas Albert Holton, sem þjálfaði U-16 ára liðið á Norðurlandamótinu og í Evrópukeppninni s.l. sumar með góðum árangri. Aðstoðarþjálfari Tómasar er Lárus Jónsson Hvergerðingur.

Æfingarnar verða 27. 28. og 29. desember n.k. fyrir sunnan.

Körfuknattleiksdeildin óskar þessum fyrirmyndarleikmönnum til hamingju með tilnefningarnar í æfingahópana.