- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram á Kópavogsvelli sunnudaginn 25. ágúst.
Þátttaka var frábærlega góð, 12 lið komu frá öllum landshlutum, sex lið af höfuðborgarsvæðinu og sex af landsbyggðinni. Það var sérstaklega gaman að sjá Vestlendinga mæta aftur til leiks, nú undir nafni “SamVest”, en frekar dauft hefur verið yfir frjálsíþróttastarfinu á Vesturlandi allra síðustu ár.
Í heildarstigakeppninni sigraði FH-A með 188 stig, Breiðablik varð í 2. sæti með 176 stig og HSK í 3. sæti með 171,5 stig. Lið UMSS hafnaði í 8. sæti með með 116,5 stig. Bestum árangri Skagfirðinganna náði Haukur Ingvi Marinósson sem varð í 2. sæti í kringlukasti og 3. sæti í kúluvarpi.
Öll úrslit má sjá HÉR !