- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
KKÍ mun standa fyrir dómaranámskeiði núna í október og verður námskeiðið með nýstárlegu sniði og kennt í fjarnámi. Með þessu móti vonast sambandið til að ná til fleiri áhugasamra dómaraefna.
Það er bráðnauðsynlegt öllum félögum að geta boðið upp á almennilega dómgæslu þegar fjölliðamót og leikir fara fram. Framþróun körfuboltans snýst líka um að dómgæslan sé í lagi allsstaðar.
Þess vegna hefur KKÍ ákveðið að fara nýjar leiðir í dómgæslumálum. Hún er sú að bjóða upp á bóklega hlutann í fjarkennslu. Þátttakendur læra og lesa reglurnar í fjarnámi og taka að lokum próf yfir netið. Verklegi þátturinn verður síðan tekinn fyrir í tengslum við fjölliðamót sem félögin halda í vetur.
Námskeiðið kostar aðeins 3000 krónur og er skráningarfrestur til 9. október.
Körfuknattleiksdeildin ætlar að greiða að fullu námskeiðsgjald fyrir þá 10 fyrstu sem skrá sig og ljúka prófinu.