Drengjaflokkur Tindastóls tryggði sér í dag sæti í úrslitum íslandsmótsins þegar strákarnir unnu KR á útivelli 80-90. Andstæðingarnir í úrslitum verða Haukar sem lögðu Grindvíkinga.
Leikurinn var í jafnvægi í fyrsta leikhluta en staðan eftir hann var 18-18. Í öðrum leikhluta náðu Tindastólsstrákar forystu og leiddu 51-42 í hálfleik. Í þriðja leikhluta skildu hins vegar leiðir þegar strákarnir skoruðu 28 stig gegn 12 stigum KR-inga. Staðan því orðin 79-54. KR-ingar sóttu í sig veðrið í fjórða leikhluta og lokastaðan 90-80.
Lið Tindastóls: Pétur Rúnar 24 stig/5 fráköst, Friðrik Stefáns 22 stig/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Páll 20 stig/5 fráköst, Viðar 13 stig/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hannes 6 stig/7 fráköst, Finnbogi 3 stig og Þröstur 2 stig. Aðrir leikmenn: Arnar Stefáns, Friðrik Hrafn, Árni Freyr og Hlynur.
Sannarlega frábær árangur.