- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Besti leikmaður Tindastóls í sumar, Edvard Börkur Óttharsson
hefur gengið frá þriggja ára samningi við sitt uppeldisfélag Val.
Hann segir einnig að ,,allar þær mínutur sem hann eyddi á
Króknum væru gjörsamlega frábærar og fólkið sem hann kynntist hafi verið það
besta og vingjarnlegasta. Tindastóll er með æðislegan leikmannahóp, frábæran
þjálfara og virkilega gott folk sem kemur að liðinu. Bara topp menn sem eru í
stjórn Tindastóls og gerðu þeir sitt allra besta til að láta okkur líða vel og
þeim tókst það svo sannarlega. Sumarið hjá okkur var einstaklega skemmtilegt og
afar lærdómsríkt. Við lenntum í 8.sæti , sem er frábær árangur og er ég viss um
að liðið nái betri árangri á næsta tímabili og óska ég öllum strákunum alls
hins besta á komandi tímabili “