- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Við hátíðlega athöfn í Kjarnanum í gær afhenti Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood, Ungmennafélaginu Tindastóli, nýja 17 farþega rútu að gjöf. Það var Gunnar Þór Gestsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins.
Rútu þessari er ætlað að auka öryggi keppenda á vegum Tindastóls, sem og að minnka ferðakostnað iðkenda. Fjölskyldur og heimili hafa ekki farið varhluta af auknum ferðakostnaði sem hlýst m.a. af auknum álögum ríkisins á bensín og olíu.
Formenn deilda og aðalstjórn munu hittast á fundi í næstu viku til að ræða frekar rekstrarfyrirkomulag bílanna og verður nánar greint frá því síðar.
Ljómandi umfjöllun um málið er á feykir.is þar sem m.a. má heyra ávörp þeirra Jóns Eðvalds og Gunnars Þórs.