Fjölliðamótin af stað aftur

Þriðja umferð Íslandsmóts yngri flokkanna hefst um helgina og eru fjórir yngri flokkar á ferðinni þessa fyrstu mótahelgi eftir áramót. Það eru stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur stúlkna og 8. flokkur drengja.

Ekkert mót verður hér á heimavelli, m.a. út af Króksblótinu sem haldið verður í "skemmtistaðnum" Íþróttahúsi Sauðárkróks, en töluverð ferðalög eru framundan.

Þannig heldur stúlknaflokkur á "heimavöllinn" á Ísafirði, en þar mun sameiginlegt lið Tindastóls og KFÍ spila gegn Fjölni, Haukum og Breiðablik í B-riðli. Leikjaplanið þeirra er svona;

02-02-2013 14:00 gegn Fjölnir st. fl. - Ísafjörður
02-02-2013 17:45 gegn Breiðablik st. fl. - Ísafjörður
03-02-2013 11:15 gegn Haukar st. fl. - Ísafjörður

11. flokkur drengja vann sig upp í A-riðil í síðasta móti og eru strákarnir staðráðnir í að halda sér þar uppi að þessu sinni. Riðillinn verður spilaður í Grindavík að þessu sinni og mæta strákarnir þar liði heimamanna, KR, Njarðvík og Haukum.

02-02-2013 11:30 gegn Njarðvík 11. fl - Grindavík
02-02-2013 14:00 @ KR 11. fl. dr. - Grindavík
03-02-2013 11:30 @ Grindavík 11. fl. dr. - Grindavík
03-02-2013 14:00 gegn Haukar 11. fl. dr. -

Grindavík

8. flokkur stúlkna er í B-riðli sem leikinn verður í Stykkishólmi. Nú eru það 6 lið sem etja kappi í riðlinu, 5 leikir fyrir stelpurnar á tveimur dögum en þær eru öflugar og láta það ekki á sig fá. Mótherjarnir eru KFÍ, KR b, Snæfell, Hamar/Þór og Kormákur.

02-02-2013 17:00 gegn KFÍ 8. fl. st. - Stykkishólmur
02-02-2013 20:00 gegn KR b 8. fl. st. - Stykkishólmur
03-02-2013 10:00 gegn Snæfell 8. fl. st. - Stykkishólmur
03-02-2013 13:00 gegn Hamar/Þór Þ. 8. fl. st. - Stykkishólmur
03-02-2013 16:00 gegn Kormákur 8. fl. st. - Stykkishólmur

8. flokkur drengja keppir í C-riðli í Rimaskóla í Grafarvogi. Þetta er dagsmót hjá strákunum, þrír leikir spilaðir á laugardag. Mótherjarnir eru lið Fjölnis B, Hrunamenn og Hamar/Þór.

02-02-2013 13:00 @ Fjölnir b 8. fl. dr. - Rimaskóli
02-02-2013 15:00 @ Hrunamenn 8. fl. dr. - Rimaskóli
02-02-2013 16:00 gegn Hamar/Þór Þ. 8. fl. dr. - Rimaskóli