Flöskusöfnun í kvöld

Í kvöld munu iðkendur yngri flokkanna, 10. flokkur drengja, 11. og drengjaflokkur auk 8. flokks stúlkna, ganga í hús í bænum og safna flöskum í fjáröflun fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar.

Flöskusafnanir eru stór þáttur í fjáröflunum hjá körfuknattleiksdeildinni og núna eftir jólin er tilvalið að taka fram pokana með tómu flöskunum og styðja við gott málefni.

Krakkarnir verða á ferðinni seinni part dags og fram á kvöld og eru bæjarbúar beðnir um að taka vel á móti þeim.