Fín helgi að baki í boltanum

9. flokkur stúlkna spilaði í A-riðli í Keflavík. Mikil spenna var fyrir mótið því ná þurfti einu af fjórum efstu sætum riðilsins til að komast í úrslitakeppnina. Þröstur Leó Jóhannsson stjórnaði stelpunum í fjarveru Kalla þjálfara. Stelpurnar hófum mótið á því að tapa fyrir Breiðablik með einu stigi 34-35, sem var nokkuð óvænt en þær áttu hins vegar góðan leik á móti Keflavík, þar sem þær töpuðu með 19 stiga mun, minnsta tapið í vetur á móti Keflavík, sem hefur yfirburði í þessum flokki. Þriðji leikurinn var gegn Haukum og tapaðist hann með 11 stigum og því ljóst að sigur yrði að vinnast á Hrunamönnum í síðasta leiknum til að komast í úrslitakeppnina. Það tókst, þar sem Tindastóll vann með 20 stiga mun. Hrunamenn unnu Breiðablik með tveggja stiga mun og því urðu liðin jöfn í 3.-5. sæti með einn sigur, en stórsigur Tindastóls á Hrunamönnum tryggði þriðja sætið. Haukastelpur lentu í öðru sæti og mæta Tindastóli í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik lenti í fjórða og mætir Keflavík í undanúrslitum. Úrslitakeppnin fer fram í Njarðvík helgina 19. - 21. apríl, rétt eins og úrslitakeppni Stúlknaflokks.

Unglingaflokkur og drengjaflokkur spiluðu syðra um helgina og lönduðu sigrum í sínum leikjum, vel gert hjá strákunum en bæði þessi lið stefna hraðbyr í úrslitakeppnina.

Föstud. unglingafl. Kr - Tindastóll 64 - 77.
Stig: Ingvi 36, Agnar 3, Þröstur 2, Pétur 17, Friðrik Þór 9, Árni 2, Viðar 2, Sigurður Páll 4, Ingimar 2.

Laugard. Drengjafl. ÍR - Tindastóll 76 - 86
Stig: Ingvi 31, Pétur 24, Sigurður Páll 20, Viðar 5, Friðrik Þór 5, Hannes 1.

Sunnud. Drengjafl. Fjölnir b - Tindastóll 70 -91
Stig: Sigurður Páll 27, Pétur 23, Hannes 16, Árni 12, Friðrik Jóh. 4, Viðar 4, Birkir 2, Friðrik Þór 2, Finnbogi 1.

10. flokkur drengja keppti í C-riðli á Selfossi. Strákarnir unnu tvo leiki en töpuðu einum fyrir Snæfelli. Úrslit og stigaskor var eftirfarandi;

Tindastóll – Snæfell  51-62

Stigaskor: Arnar 14, Hlynur 12, Leó 8, Jónas 5, Friðrik 4, Pálmi 4, Atli 2

Tindastóll – FSu 61-43

Stigaskor: Leó 22, Arnar 16, Friðrik 9, Pálmi 7, Ágúst 5, Jónas 2

Tindastóll – Skallagrímur 61 – 33

Stigaskor: Arnar 20, Leó 15, Pálmi 13, Ágúst 9, Hlynur 4