Frestaði leikurinn síðan í gær spilaður í dag kl 18:30

Það er nú búið að ganga á ýmsu hjá Mfl karla og 11 flokki drengja síðastliðinn sólarhringinn. Eftir að vera búnir að berjast landleiðina austur á Egilsstaði á rútu og minibus eftir rúma 7 tíma keyrslu var leiknum sem mfl karla átti að spila frestað. Var það vegna þess að dómarar leiksins áttu að koma með flugi frá Reykjavík kl 18:00 var frestað. Voru nú góð ráð dýr og veðrið á möðrudalsöræfum ekkert til að hrópa húrra yfir. Í fyrsta lagi var leiknum hjá 11 flokki flýtt á leiktíma mflkarla og unnu strákarnir 6 sem fóru öruggann sigur á lagarfljótsdrengjunum 49-64 óskum við þeim kærlega til hamingju með það. Næsta mál var að athuga hvort að möguleiki væri að fá leikinn færðan þangað til í dag, ekkert auðvelt en það er frjálsíþróttamót á Egilsstöðum í dag en var ákveðið að leika leikinn kl18:30 engu að síður í dag. Búið er að fresta leiknum sem 11 flokkur átti að leika í dag við Snæfell heima á krók og líka leiknum hjá drengjaflokk á sunnudag við kr. Ekkert væsir um strákana eru þeir staddir á hóteli á héraði og vil ég nota tækifærið og óska Bárði þjálfara til hamingju með daginn í gær, ótrúlegt að maðurinn sé ekki nema 46 ára miða við hvernig hann lýtur orðið út... ;)   Áfram Tindastóll.