- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 20.-21. júní, í 2. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Stara Zagora í Búlgaríu.
Íslenska liðið vann sig upp úr 3. deild í fyrra með frábærum árangri í Tiblisi í Georgíu.
Þátttökulöndin í 2. deildinni nú eru: Búlgaría, Danmörk, Ísland, Króatía, Kýpur, Serbía, Slóvenía og Ungverjaland.
Skagfirðingar eiga einn fulltrúa í íslenska liðinu nú, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var valin til keppni í hástökki kvenna, sem hefst á sunnudag kl. 15:30 að íslenskum tíma.