Á fimmtudaginn kemur leikur meistaraflokkur Tindastóls sinn fyrsta heimaleik í Dominos-deildinni. Taka þeir á móti Benna og félögum í Þór Þorlákshöfn en þeir unnu ÍR í sínum fyrsta leik um daginn.
Það er spennandi vetur framundan hjá Tindastólsmönnum sem höfðu einnig sigur í fyrsta leik tímabilsins á móti Stjörnunni í mjög kaflaskiptum leik en lokatölur í honum voru 80-85.
Um helgina verða einnig nokkrir flokkar að spila. Á laugardeginum spilar 7.flokkur stúlkna törneringu hér heima en í þeim flokki eru ungar stúlkur sem leika undir stjórn Ernu Rutar. Þær eru að spila törneringu í fyrsta skiptið og einungis ein þeirra er að spila á réttu aldursbili en flestar eru stúlkurnar í 6.bekk. Leikirnir þeirra eru kl: 12, 15 og 17 og óskum við þeim alls hins besta um leið.
Einnig er settur á drengjaflokksleikur kl:14.00 á móti Keflavík en væntanlega verða einhverjar tilfærslur á þeim leik eða leik 7.flokks kvenna. VIð reynum að halda ykkur upplýstum hér á síðunni eða á facebook-síðu deildarinnar. Drengjaflokkurinn tapaði síðasta leik með um 20 stiga mun en mæta vonandi ferskari til leiks að þessu sinni.
Þá heldur meistaraflokkur kvenna af stað í fyrsta leik tímabilsins. Þær mæta sameinuðu liði FSU og Hrunamanna á Selfossi. Smá breytingar hafa orðið á liðinu en Ísabella Guðmundsdóttir hélt suður á bóginn í skóla en inn hafa komið Kristín Halla Eiríksdóttir, Helena Þórdís Svavarsdóttir og Særós Gunnlaugsdóttir. Einnig hefur Dúfa Ásbjörnsdóttir verið ráðin aðstoðarþjálfari og mun hún stýra leikjum liðsins í vetur.
Að lokum á unglingaflokkur karla heimaleik hér á sunnudeginum gegn ÍR. Sá leikur hefst kl:12.00. Unglingaflokkurinn vann Fjölni hér á heimavelli um síðustu helgi í flottum leik og búumst við einnig við baráttu og fjöri í þessum leik.
Dregið var í 32-liða úrslitum í Powerade-bikarnum. Lentum við á móti ÍG í útileik. Tímasetning leiksins verður ákveðin síðar.
Áfram Tindastóll!