- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Þá hafa allir yngri flokkarnir sem taka þátt í fjölliðamótum KKÍ lokið fyrstu umferð. Það voru 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem lokuðu 1. umferðinni núna um helgina.
10. flokkur stúlkna lék í B-riðli á Selfossi. Mótherjar þeirra voru lið Breiðabliks, Sindra frá Höfn og heimastúlkur í FSu. Þjálfari setti saman lítinn pistil um mótið og fer hann hér á eftir.
Mótið var hálf einkennilegt, aðeins einn alvöru leikur þar sem einhver mótspyrna var enlið Sindra og FSu veittu okkar stúlkum ekki mikla keppni. Aðeins voru 6 leikmenn í leikmannahópnum, þær Guðlaug Rún, Árdís Eva, BríetLilja, Sunna, ValdísÓsk og Jóna María. Þær Guðlaug og Árdís komu beint úr dansmaraþoni 10. bekkjar og voru fæturnir ekki alveg tilbúnir í slaginn þegar mótið hófst.
Fyrsti leikurinn var gegn Breiðablikiog hófst hann með mikilli pressuvörn frá Blikum sem okkar stelpur áttu í smá erfiðleikum með að leysa í upphafi. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 5-14 fyrir Breiðablik. Okkar stelpur hresstust í öðrum leikhluta, náðu betri tökum á að koma boltanum upp völlinn og í hálfleik munaði fjórum stigum 17-21. Þriðji leikhlutinn var í járnum en þær grænklæddu þó alltaf skrefi á undan og staðan var 29-34 þegar fjórði leikhlutinn hófst. Blikar byrjuðu á 6 stigum í röð og eftir það var þetta erfitt fyrir okkar stelpur sem margar hverjar voru komnar í villuvandræði, meira að segja í þriðja leikhlutanum. Lokastaðan 37-49. Stigin okkar skoruðu; Bríet Lilja 20, Guðlaug Rún 12, Valdís Ósk 3 og Árdís Eva 2.
Kl. 9 á sunnudag mættu stelpurnar liði Sindra frá Höfn. Í raun ekkert um þennan leik að segja, slíkir voru yfirburðirnir, nema þá það að stelpurnar klikkuðu á helst til mörgum sniðskotum í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-5, í hálfleik 24-8, eftir þriðja leikhluta 38-8 og lokatölur urðu 56-14. Stigin skoruðu Bríet Lilja 25, Árdís Eva 10, Valdís Ósk 9, Jóna María 4, Guðlaug Rún 3 og Sunna 2.
Strax á eftir var komið að leiknum við FSu og það sama var uppi á tengingnum og gegn Sindra, nema hvað okkar stelpur settu auðveldu skotin betur niður en í fyrri leiknum. Mikið um stolna bolta án þess að pressað væri sérstaklega gaf fullt af opnum sniðskotum og mótspyrnan ekki mikil, enda eru stelpurnar í FSu nýbyrjaðar að æfa til þess að gera. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-2, annan 42-2, þriðja 68-2 og lokatölur urðu 92-5. Stigin skoruðu Bríet Lilja 29, Guðlaug Rún 21, Valdís Ósk 17, Jóna María 10, Árdís Eva9 og Sunna 6.
Blikarnir komust upp í A-riðil, Tindastóll varð í öðru sæti, Sindri í þriðja og FSu rak lestina.
9. flokkur drengja spilaði hér heima í 9. flokki og barst heimasíðunni pistill frá þjálfara:
Strákarnir í 9. flokki voru gestgjafar á Íslandmóti í D-riðli. Mótið fór fram helgina 27.-28. október. Liðin sem komu í heimsókn voru ÍA, Valur og Fjölnir-b. Liðsskipan var eftir farandi: Ólafur Már, Hartmann, Jón Grétar, Pálmar Ingi, Arnar Ó., Kristinn Freyr, Haukur Sindri, Halldór Broddi, Pálmi, Örvar Pálmi og Elvar Ingi.
Tindastóll-ÍA 55-38 (29-15)
Fyrsti leikur mótsins var á móti liði Skagamanna. Eitthvað hefur bílferðin setið í gestunum en heimamenn skorðu fyrstu 29 stigin. Eftir gríðarlega öfluga byrjun Tinastólsmanna gáfu þeir eftir í lok annars leikhluta og skoruðu Skagamenn 15 stig í röð, staðan í hálfleik 29-15. Í þriðja leikhlutanum var hart barist og staðan eftir þrjá fjórðunga 41-24. Í fjórða leikhlutanum skiptust liðin á körfum, heimamönnum gekk illa að ráða við stóra og sterka Skagamenn. Hins vegar réðu Skagamenn illa við boltapressu heimamanna. Lokatölur 55-38. Gríðarsterk byrjun Tindastóls manna skóp þennan fyrsta sigur á mótinu.
Stigaskor Tindastóls: Pálmi 17, Örvar og Elvar 11, Halldór 6, Arnar 6, Pálmar 6, Haukur 5, Ólafur 2, Jón Grétar 2. (Örvar og Elvar léku báðir í treyju númer 15, því er ekki hægt að lesa úr skýslum hver skoraði hvenær)
Tindastóll-Fjölnir-b 75-21 (36-12)
Heimamenn byrjuðu seinni leik laugardagsins af sama krafti og í leiknum gegn ÍA, þeir byrjuðu á að skora 19 stigin og staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-8. Áfram héldu heimamenn að skila af krafti í öðrum fjórðung og staðan í hálfleik 36-12. Í síðari hálfleik voru drengirnir staðráðnir í að halda áfram og spila eins vel og þeir mögulega gætu. Lokatölur voru 75-21. Gestirnir úr Reykjavík réðu illa við sterka vörn heimamanna og töpuðu mörgum boltum sem skilaði Tindastólsmönnum auðveldum stigum.
Stigaskor: Pálmi 24, Örvar og Elvar 19, Ólafur 8, Arnar 7, Halldór 6, Haukur 5, Pálmar 4, Hartmann 2.
Tindastóll-Valur 47-40 (14-19)
Síðasti leikur mótsins var gegn liði Valsmanna. Heimamenn byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 10-4. Það var augljóst að það vantaði allan kraft og vilja til að spila vel hjá Heimamönnum. Það var einsog Tindastólsmenn héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í öðrum leikhluta fóru Valsmenn heldur betur í gang og unnu leikhlutann 4-15, staðan í hálfleik 14-19. Heimamönnum var brugðið við óvænta mótspyrnu Valsmanna og voru full æstir í þriðja leikhlutanum og ætluðu sér of mikið bæði í vörn og sókn, staðan eftir þrjá fjórðunga 28-33. Í fjórða leikhlutanum náðu heimamenn aðeins að róa sig niður, spiluðu góða vörn og voru þolinmóðir í sókninni. Tindasólsmenn náðu að sigra síðasta leikhlutann 19-7 og þar með leikinn 47-40.
Stigaskor: Örvar og Elvar 19, Pálmi 18, Arnar 5, Halldór 5.
Uppskeran á fyrsta mótinu í vetur hjá þessum aldurshóp voru þrír sigrar í þremur leikjum. Spiluðum við ágætan leik við Skagamenn þar sem við byrjum gríðarlega vel, mjög góðan leik við Fjölni-b, en vorum sjálfum okkur verstir geng Val en sýndum þó karakter með því að koma til baka og sigra leikinn.