Drengjaflokkur Tindastóls tók á móti Fjölnismönnum í dag og sigruðu nokkuð auðveldlega eftir að hafa tapað fyrir sama liði með tveimur stigum á föstudagskvöldið fyrir viku.
Ljóst var frá upphafi að strákarnir ætluðu ekki að láta leikinn frá því á föstudaginn fyrir viku endurtaka sig. Aðeins var jafnræði með liðunum allra fyrstu mínúturnar en eftir það skildu leiðir og leiddi Tindastóll 40-27 eftir fyrsta leikhluta og 71-42 í hálfleik. Þar af hafði Pétur sett niður 30 stig og liðið í heild skorað úr 12 þriggja stiga skotum.
Meira jafnfræði var með liðunum í seinni hálfleik en samt ljóst allan tímann að Fjölnismenn, sem aðeins mættu með sjö leikmenn, myndu ekki ná að vinna upp forskot Stólana. Eftir þriðja leikhluta var staðan 92-63 og lokatölur 113-95.
Stig Tindastóls: Pétur 32, Friðrik Stefáns 17, Finnbogi 14, Sigurður Páll 14, Viðar 13, Agnar 9, Hannes 5, Friðrik Hrafn 5, Árni Freyr 2 og Þröstur 2. Auk þeirra spiluðu þeir Arnar Freyr og Sigurður Óli.