- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Neyðarástand hefur ríkt á Sauðárkróksvelli síðustu vikurnar þar sem völlurinn er vægast sagt skelfilegur. Í gærmorgun mættu sérfræðingar frá KSÍ til Sauðárkróks og tóku völlinn út. Niðurstaðan var sú að það þyrfti að gata völlinn betur, vökva og sá í hann. Ef tíðin verður góð þá eru bjartsýnustu menn að vonast eftir því að hægt verður að spila á aðalvellinum áður en Júní klárast.
Þar sem engin aðstaða er til í Skagafirði til að spila
heimaleiki í héraðinu þá þurfti að leigja Bogann á Akureyri og borga aðvitað
ferðakostnað sem svarar til þess að ferja 20 manns til Akureyrar.
Nágrannar okkar í Fjallabyggð eru í svipaðri aðstöðu og við þar sem Siglufjarðarvöllur er enn undir snjó og Ólafsfjarðavöllur er ekki tilbúinn,þó þeir séu nú betur settir en við með það að þar er völlurinn með undirhita. Æfa þeir því á sparkvelli eins og við erum búnir að gera. Munurinn á þessu er samt að í Fjallabyggð búa um 2000 manns, meðan í Skagafirði búa um 4000.
Hægt er að sjá viðtal við Lárus Orra hér þar sem hann ræðir
um vallaraðstæður í Fjallabyggð.
En leikurinn í Boganum byrjaði ekki gæfulega fyrir okkar
menn, þegar Chris Tsonis virtist brjóta á leikmanni Völsungs inní teig og
vítaspyrna dæmd. Milos Blaijokovishe skoraði úr spyrnunni á 5.mín. Eftir þetta
bökkuðu Völsungar mikið og leyfðu okkar mönnum að hafa boltann. Uppspilið gekk
hinsvegar alveg skelfilega hægt. Boltinn sóttur langt niður í vörnina og 3-4
snertingar notaðar þegar hægt var að nota eina til tvær.
Okkar besti kafli í leiknum kom síðasta korterið í fyrri hálfleik, þegar við færðum okkur mun ofar á völlinn og boltinn gekk í færri snertingum.
Markið okkar kom í leiknum þegar Fannar Örn kom með flottann
sprett upp hægri kantinn og náði sendingu fyrir, sem hrökk til Stevens Beattie
sem kláraði mjög vel.
Völsungar fengu hættulegar skyndisóknir og eiginlega alveg
ótrúlegt að þeir skyldu ekki skora rétt fyrir hálfleik þegar vörn Stólanna var
algjörlega meðvitundarlaus og klúðarði leikmaður Völsungs fyrir opnu marki.
Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Við vorum meira með
boltann en gekk ílla að opna vörnina og þá var spilið ekki nægilega gott.
Völsungarnir fengu nokkra möguleika en ekkert alvöru færu þó.
Besta færi okkar manna kom síðan á 92.mín þegar boltinn berst til Elvars Páls á
fjærstöng, boltinn fer undir markmann Völsungs en hann nær honum aftur áður en
boltinn kemst yfir línuna.
Heilt yfir kannski sanngjörn úrslit, en okkar menn geta gert
mun betur en í þessum leik. Tvö sterka leikmenn
vantaði í okkar lið í dag, þá Arnar Sigurðsson og Ingva Hrannar.
Byrjunarliðið var:
Seb Furnesss
Fannar Örn – Eddi – Böddi – Arnar Skúli
Ruben – Atli – Árni
Beattie – Chris – Elvar
Bekkurinn:
Diddi – Guðni – Kári – Loftur – Benni – Konni – Morin
Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum með því að smella hér.
Næsti leikur er útileikur gegn Þrótti, en sá leikur er sýndur beint á SportTV