Kjarnafæðismótið í minnibolta á Akureyri 27. apríl

Hið árlega minniboltamót Þórsara, Kjarnafæðismótið, verður haldið í Síðuskóla á Akureyri, á kosningadaginn sjálfan, þann 27. apríl. Tindastóll stefnir á þátttöku nokkurra liða á mótinu, en gjaldgengir eru krakkar frá 6. bekk og niður.

Mótsgjald er kr. 2000, verðlaunapeningur og grillveisla í lok móts. Allir fá fjóra leiki, en leiktíminn er 2x12 mínútur.

Unglingaráð stefnir á góða þátttöku Tindastóls í mótinu, en leggur áherslu á að foreldrar ferðist með börnum sínum og taki þátt í þessu stórskemmtilega móti.

Oddur Ben og Hreinn Gunnar munu halda utan um skráningar og þátttöku Tindastóls í mótinu og munu þeir senda sína iðkendur heim með skráningarblöð í dag og á morgun, en þeim þarf að skila inn á föstudaginn kemur. Einnig er hægt að hafa samband við þá í gegn um Facebook og Odd á netfanginu oddurben@gmail.com.