Körfuboltadagskrá helgarinnar

Fyrstu umferð fjölliðamóta Íslandsmótsins lýkur um helgina, en þá taka 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja þátt í sínum fyrstu mótum þetta árið. Helginni lýkur svo með leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.

10. flokkur stúlkna spilar í B-riðli á Selfossi og þar mæta stelpurnar Breiðabliki, FSu og Sindra frá Höfn. Á laugardag mæta stelpurnar Blikum kl. 16.30 og kl. 9 á sunnudagsmorguninn verður spilað við Sindra og strax á eftir eða kl. 10.15 er komið að leik við heimastúlkur í FSu.

9. flokkur drengja spilar hér heima í D-riðli Íslandsmótsins og auk þeirra taka Skagamenn þátt, Fjölnir B og Valur. Leikjaplan strákanna er svona;

27-10-2012 13:00 gegn ÍA 9. fl. dr. - Sauðárkrókur
27-10-2012 16:45 gegn Fjölnir b 9. fl. dr. - Sauðárkrókur
28-10-2012 10:15 gegn Valur 9. fl. dr. - Sauðárkrókur

Meistaraflokkurinn lokar svo helginni með heimaleik gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið kl. 19.15. Nánar verður fjallað um þann leik á morgun laugardag.

Vegna fjölliðamótsins fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudag og æfingar á morgun laugardag, færast niður í barnaskóla, eftir lítillega breyttri tímatöflu sem finna má HÉR.