Króksamótið 3. nóvember

Króksamótið, minniboltamót Tindastóls, verður haldið laugardaginn 3. nóvember. Um dagsmót er að ræða þar sem áherslan er lögð á skemmtun og fjör, en lítil sem engin á úrslit leikja.

Þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið og hafa þátttakendur hingað til komið frá Akureyri, Skagaströnd og Hvammstanga. Um 120-130 krakkar hafa tekið þátt í mótinu og útlit fyrir að það breytist ekkert þetta árið.

Engin stig eru talin í leikjunum og áherslan meira á leikgleði og skemmtun.

Þátttökugjaldið er aðeins kr. 1.500 og allir fá gefins T-boli í boði FISK Seafood til minningar um þátttökuna. Þá fá allir létta máltíð í lok mótsins.

Krakkar í 1. - 6. bekk eru hvött til þess að prófa að koma á æfingar í sínum flokkum og má sjá æfingatöfluna HÉR. Um að gera að prófa að æfa og taka þátt í þessu bráðskemmtilega móti.