- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Framundan eru tveir heimaleikir í næstu viku í Laugardalshöll, þriðjudaginn 13. ágúst gegn Búlgaríu og föstudaginn 16. ágúst gegn Rúmeníu og hefjast báðir leikirnir kl. 19:15.
Það er mikilvægt að fá sem flesta áhorfendur í Laugardalshöllina og styðja vel við bakið á strákunum okkar. Það er enn möguleiki að vinna riðilinn en til þess þarf allt að ganga upp hjá okkur.
Frítt er inn fyrir 15 ára og yngri en 16 ára og eldri borga 1500 krónur fyrir miðann, miðasala er hér:http://midi.is/ithrottir/1/
Allir krakkar sem mæta í sínum félagsbúning í Laugardalshöllina fá fría pizzusneið í hálfleik í sjoppunni, hvetjið yngri flokkanna ykkar til að mæta saman á leikina.
Landsliðið er landslið okkar allra sem störfum innan körfuboltans, sama hvar við búum á landinu og sama í hvaða félagi við erum. Sýnum sterka stöðu körfuboltans og fjölmennum í Laugardalshöllina næsta þriðjudag 13. ágúst og föstudaginn 16. ágúst og hjálpum strákunum að ná í tvo heimasigra.
Ég hlakka til að sjá ykkur öll !
Hannes S.Jónsson
Formaður KKÍ