Þrátt fyrir að meistaraflokkar karla og kvenna séu komnir í sumarfrí eftir frábæra frammistöðu í vetur er tímabilið í yngri flokkunum hvergi nærri búið. Drengjaflokkur, 10.fl.stúlkna og 9.fl.drengja spila öll syðra um helgina og unglingaflokkur á mánudagskvöldið hérna heima.
Á mánudagskvöldið er eini heimaleikur "helgarinnar" þegar unglingaflokkur karla leikur við ÍR kl.18:00
Drengjaflokkur leikur í kvöld kl.18 við KR í DHL-höllinni og síðan við úti Njarðvíkinga á morgun kl. 15:45. Þetta eru síðustu leikir drengjaflokks í sínum riðli en strákarnir hafa þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum. (ath.að eftir er að færa inn sigurleik Tindastóls á Fjölni, frá því um síðustu helgi, vef á KKÍ).
10.flokkur stúlkna tekur þátt í fjölliðamóti í TM-höllinni í Keflavík. Leikir Tindastóls á laugardeginum eru við Hrunamenn kl.14:30 og við Keflavík kl.17:00. Á sunnudeginum eiga þær leik við Hauka kl.10:15 og gegn Njarðvík kl.12:45. Þau lið sem lenda í fjórum efstu sætunum komast í undanúrslit.
9. flokkur drengja leikur í fjölliðamóti í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Á laugardaginn eiga þeir leik gegn Þór Þ./Grindavík kl.13:15 og gegn Skallagrími/Reykdælum kl.15:45. Á sunnudeginum eiga þeir leik við Hauka kl.11:15 og Ármann kl.13:45.