Um helgina verður fjölliðamót 10. flokks stúlkna á Sauðárkróki og vegna þess verður enginn körfuboltaskóli þessa helgina og æfingar 1.og 2.bekkjar færast niður í litla sal, stelpur 10.15-11.00 og strákar 11.00-11.45.
Leikir 10.flokks stúlkna sem verða í íþróttahúsinu á Sauðárkróki eru sem hér segir:
Laugardagur: kl.12 á móti Haukum og kl.14:30 á móti Njarðvík.
Sunnudagur: kl.9 á móti Hrunamönnum og kl.11:30 á móti Keflavík
Drengjaflokkur tekur á móti Stjörnustrákum á morgun. Tímasetning er ekki frágengin en eins og staðan er núna er líklegt er að leikurinn verði kl.18:30.
Unglingaflokkur karla fer til Njarðvíkur á sunnudag og leikur þar við heimamenn kl.16:15.
9. flokkur drengja spilar í fjölliðamóti í Borgarnesi um helgina.
Á laugardag spila þeir við KR-b kl.12 og við Hauka kl.14:30.
Á sunnudag eiga þeir leik við sameiginlegt lið Skallagríms og Reykdæla kl.9 og að lokum við Val kl.11:30.
Að lokum minnum við á leik meistaraflokks karla í kvöld á móti ÍA (Skagamönnum) kl.19:15.
Áfram Tindastóll!