- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastól teflir bæði fram drengjaflokki og unglingaflokki í vetur og hefur leikjaniðurröðunin nú verið gefin út. Drengjaflokkurinn byrjar hér heima gegn Stjörnunni á sunnudaginn.
Vegna mikils fjölda leikmanna á þessum aldri var ákveðið að senda báða aldursflokkana til leiks í Íslandsmótinu, til að tryggja það að allur þessi góði hópur fengi nóg af leikjum í vetur.
Nú er búið að raða niður leikjum þessara flokka og má finna þá undir tengli yngri flokkanna hér á heimasíðunni.
Fyrsti leikur drengjaflokks verður hér heima á sunnudaginn, fyrir fyrsta heimaleik meistaraflokksins, þegar strákarnir taka á móti Stjörnunni kl. 16.30 í Síkinu. Unglingaflokkur hefur leik gegn Njarðvíkingum úti þann 13. október.
Drengjaflokkur spilar í A-riðli en í þeim riðli keppa strákarnir við Stjörnuna, Val, KR B, Njarðvík Fjölni B, Þór Þ/Hamar og ÍR.
Unglingaflokkurinn er sömuleiðis í A-riðli í sínum flokki og mótherjar þeirra í vetur verða lið Njarðvíkinga, KFÍ, KR, Breiðabliks, Hauka og ÍR.
Bárður Eyþórsson er þjálfari þessara liða.