- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Nú er búið að raða niður leikjum á Króksamótinu sem haldið verður á laugardaginn. Áætlað er að keppendur verði um 120 talsins frá 5 félögum.
Keppendur koma frá Þór Akureyri, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd og Kormáki Hvammstanga auk Tindastóls. Alls verða spilaðir 38 leikir á þremur völlum.
Fyrstu leikir verða settir af stað kl. 10.00. Æskilegt er að keppendur mæti kl. 9.30 og greiði þá þátttökugjöldin og fái bol að gjöf frá FISK Seafood.
Hver leikurinn rekur síðan annan fram eftir degi og áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17. Allir fá heita máltíð áður en þeir halda heim til sín.
Keppendur Tindastóls eru beðnir um að mæta ekki seinna en 9.30 til fundar við þjálfara, sem verða búnir að skipta hópunum í lið.