- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Hérna má sjá samantekt úr leiknum
Fyrsti leikur tímabilsins fór fram í Breiðholtinu í dag. Leikurinn var spilaður á gervigrasinu hjá Leiknismönnum en þegar við mættum á svæðið var grasvöllurin orðinn iðagrænn og mátti sjá öfundarsvip okkar manna að völlurinn þeirra væri orðin svona grænn og flottur og gervigrasvöllur hliðina á grasvellinum.
Þrír leikmenn voru að spila sinn fyrsta leik í treyju Tindastóls, en það voru þeir Chris Tsonis, Ruben Resendes og Elvar Páll Sigurðsson. Mikil eftirvænting var hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Tindastóls að sjá hvernig liðið kæmi út í sínum fyrsta leik saman.
Leikurinn var flautaður á kl:14:00 í rjómablíðu. Leikmenn Tindastóls byrjuðu betur í leiknum og stjórnuðu spilinu. Christopher Tsonis átti fyrsta færi leiksins eftir 8.mín leik, þegar hann kemst inní sending Leiknismanna en skot hans yfir markið. Eftir 11.mín leik fer Óttar Bjarni leikmaður Leiknis í hættulega tveggjafóta tæklingu á Atla, en dómari leiksins gefur honum aðeins gult spjald.
Hættulegustu færi Leiknismanna í fyrri hálfleik og í leiknum í heild sinni komu eftir föst leikatriði, en okkar mönnum gekk erfiðlega á köflum að ráða við þá þar.
Með stuttu millibili um miðbik fyrrihálfleiks komast bæði Chris Tsonis og Steven Beattie í ágætis færi en tekst ekki að nýta þau.
Besta færi fyrrihálfleiks fær síðan Elvar Páll þegar hann tekur boltann vel niður inní teig en hann hittir boltann ekki nægilega vel og skýtur framhjá.
Í seinni hálfleik halda Leiknismenn áfram að ógna úr föstum
leikatriðum en okkar menn ógna og koma sér í færi einnig, fara þar fremstir í
flokki Chris Tsonis og Elvar Páll.
Þegar um 20.min eru eftir að leiknum fær Steven Beattie fínt færi en skot hans endar í stönginni.
Fyrsta mark leiksins kemur síðan þegar 13.mín eru eftir. Elvar Páll vinnur boltann á miðjunni og kemur honum á Chris sem sendir á Steven Beattie sem sendir Elvar í gegnum vörn Leiknis, þar sem hann leikur á markvörðinn og kemur okkur yfir.
Aðeins 2.mín seinna fá Leiknismenn aukaspyrnu útá kanti. Boltinn kemur inní teig og okkar menn ná ekki að hreinsa í burtu, en boltinn fellur fyrir fætur Indriða Áka Þorlákssonar sem klárar færið.
Eftir þetta þá hættu okkar menn að spila fótbolta og Leiknismenn héldu áfram að pressa og okkar menn voru heppnir undir lokinn að fá ekki á sig mark. En lokatölur 1-1 í fínum fótboltaleik.
Strákarnir mega heilt yfir vera þokkalega sáttir með sinn leik. Menn samt drullusvekktir að tapa niður forystu í leiknum. En fyrsta stigið á tímabilinu er komið í hús og vonandi þau verði miklu fleiri þegar líður á.
Næsti leikur er bikarleikur á móti Dalvík/Reyni á þriðjudaginn, en sá leikur fer væntanlega fram í Boganum.
Byrjunarlið Tindastóls í dag:
Seb Furness –
Vörn: Fannar Örn – Eddi – Böddi – Ingvi
Miðja: Ruben – Atli – Elvar
Köntunum: Steven Beattie – Arnar Sigurðsson
Frammi: Chris Tsonis.