Linda Þórdís í U-15 ára landsliðið

Linda Þórdís Róbertsdóttir hefur verið valin í U-15 ára landsliðið sem tekur þátt í Copenhagen Invitational mótinu í sumar. Linda er þar í hópi 12 stúlkna sem halda munu uppi heiðri Íslands á mótinu.

Það er Finnur Jónsson úr Borgarnesi sem er þjálfari liðsins og honum til aðstoðar er Keflvíkingurinn Stefanía Bonnie Lúðvíksdóttir.

Mótið verður haldið í Kaupmannahöfn eins og áður segir 13. - 16. júní.

Þess má geta að í liðinu er annar skagfirskættaður leikmaður, nefnilega Gunnhildur Bára Atladóttir, dóttir Alta Freys Sveinssonar og Jennýjar Leifsdóttur.

Heimasíðan óskar Lindu Þórdísi innilega til hamingju með þennan árangur.

Tindastóll á því tvær landsliðsstúlkur sem verða á ferðinni í sumar, en Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir hafði áður verið valin í U-16 ára landsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð í maí.