- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll – Dalvík/Reynir 1
-2
0 – 1
Alexander Már Hallgrímsson (20´)
0 – 2 Steinar Logi Rúnarsson (73´)
1 – 2 Snorri Geir Snorrason (86´)
Leikurinn
fór fram í Boganum laugardaginn 5. apríl og því aðstæður eins og góðar og þær
gerast.
Byrjunarlið: Stefán Árna í marki, varnarlínuna skipuðu
Arnar Skúli, Bjarki Már, Kári og Bjarni Smári, á miðjunni voru Konni, Fannar
Örn og Guðni, á köntunum voru Óskar Smári og Hólmar Daði, fremstur var svo
Fannar Freyr.
Um leið og
leikurinn byrjaði þá tók Dalvík/Reynir völdin á vellinum. Leikmenn Tindastóls virkuðu þreyttir og
kraftlitlir. Það lá í loftinu frá
upphafi að D/R væri að fara að taka forystuna og skoruðu þeir mark á 20.mínútu. Og þannig var staðan í hálfleik 0 – 1. Fyrri hálfleikur var alls ekki vel leikinn af
hálfu Tindastóls.
Í seinni
hálfleik batnaði leikur Tindastóls aðeins en samt var liðið ekki að leika
vel. D/R náði að auka forystuna, 0 – 2 á
73. mínútu.
Þegar skammt
var til leiksloka þá slapp hinn lipri Snorri Geir í gegn og eins og venjulega
afgreiddi hann færið sitt af stakri snilld.
Staðan 1 – 2 og smá vonarneisti
kviknaði. Á síðustu mínútunni fékk Konni
algert dauðafæri eftir hornspyrnu en markmaður D/R varði vel og þar við sat.
Óhætt er að
segja að leikmenn Tindastólsliðsins hafi á engan hátt fundið sig í þessum leik
en áfram höldum við og horfum fram á veginn.
Skiptingar
Arnar Skúli út – Stinni inn á 15.mín
Guðni út – Benni inn á 46.mín
Bjarki Már út – Ívar inn á 46.mín
Hólmar Daði út – Ágúst inn á 46.mín
Fannar Freyr út – Snorri Geir inn á 57.mín
Óskar Smári út – Reynir inn á 66.mín
Völsungur – Tindastóll 2
-2
1 – 0 Sæþór
Olgeirsson (29´)
1 – 1 Ívar Guðlaugur Ívarsson (47´)
1 – 2 Ívar Guðlaugur Ívarsson (81´)
2 – 2 Bjarki Baldvinsson (89´)
Leikurinn
fór fram í Boganum sunnudaginn 6.apríl og annar leikur Stólanna í
Lengjubikarnum á tveimur dögum.
Byrjunarlið: Stefán Árna í marki, varnarlínuna skipuðu
Ágúst, Bjarki Már, Kári og Bjarni Smári, á miðjunni voru Konni, Fannar Örn og
Stinni, á köntunum voru Óskar Smári og Guðni, fremstur var svo Benni.
Leikmenn
Tindastóls voru staðráðnir í að sýna betri leik en daginn áður. Var fyrri hálfleikur í jafnvægi þó svo að
Völsungur væri meira með boltann, enda bakkaði lið Tindastóls og reyndi að
beita skyndisóknum.
Völsungur
kemst yfir á 29. mínútu með góðu skoti utan af velli. Staðan 1 – 0 og var hún þannig í hálfleik.
Í upphafi
seinni hálfleiks mættu Stólarnir töluvert ákveðnari til leiks. Strax í fyrstu sókn liðsins þá fær Guðni
boltann út á hægri kanti og á flottar fyrirgjöf á Ívar sem skaut í fyrsta með
hægri og náði markmaður Völsungs að snerta boltann en ekki nóg, því inn lak
boltinn. Staðan orðin 1 -1.
Í seinni
hálfleik þá lá Tindastóll enn til baka og beitti skyndisóknum. Og voru margar flottar sóknir sem liðið átti.
Á 81.mínútu
sleppur svo Ívar einn inn fyrir vörn Völsungs og platar markmanninn upp úr
skónum og leggur boltann í autt markið af mikilli yfirvegun. Staðan 1 – 2 fyrir Tindastóli og vert að taka
fram að Ívar búinn að skora bæði mörkin með hægri en hann er í meira lagi
örvfættur.
Á síðustu
mínútum leiksins ná leikmenn Völsungs svo að jafna metin 2 -2 og urðu það
lokatölur leiksins.
Í þessum
leik átti lið Tindastóls fínan leik og var frekar súrt að missa leikinn niður í
jafntefli. Frammistaða leikmanna fín, sérstaklega
í ljósi þess að þetta var annar leikur liðsins á jafn mörgum dögum, en margt
gott hægt að taka með úr leiknum.
Skiptingar
Konni út – Ívar inn á 34.mín
Guðni út – Snorri Geir inn á 74.mín
Óskar Smári út – Reynir inn á 92.mín