- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll - Höttur/Fjarðabyggð/Huginn
Við komumst í 2-0 eftir fín mörk frá Óskari Smára. H/F/H minnkaði muninn áður en við skorðum 3 markið en þar var að verki Atli Arnarson. 3-1 í hálfleik.
H/F/H náðu að jafna leikinn í 3-3 áður en við innsigluðum sigurinn og góðan leik í erfiðum aðstæðum með fínum mörkum, fyrst frá Konna 4-3 og svo Stinna 5-3.
Tindastóll var töluvert sterkari aðilinn í leiknum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. Nokkuð vel spilaður leikur við erfiðar aðstæður, en það var smá klaki og mikið rok í Grafarholtinu.
M.fl.karla. Föstudagur.
ÍBV - Tindastóll
ÍBV tefldi fram ungu liði gegn okkur að þessu sinni en jafnframt mjög sprækum og flottum strákum. Tindastóll var sterkari aðilinn allan leikinn en náði þó ekki að setja þau mörk sem þurfti til að sigra. Óskar Smári skoraði okkar mark með sleggju með hægri fyrir utan teig. hann jafnaði í 1-1 áður en ÍBV skoraði sigurmarkið þegar um 10 mín lifðu af leiknum.
M.fl.karla. Sunnudagur
Afturelding - Tindastóll
Fínn leikur af hálfu Tindastóls og liðið greinilega í fínu formi því þetta var 3 leikurinn á 5 dögum. Marri setti tóninn með sendingu frá Arnari Sig, klippti knöttinn í markið. Afturelding jafnaði með fínu marki. Arnar Sig tók sig til og hristi af sér tvo leikmenn Aftureldingar eftir sendingu frá Bödda inn fyrir og hamraði svo boltann í nær fyrir utan teig, mjög vel gert. Afturelding jafnaði aftur um hæl. Þá datt boltinn fyrir Arnar Sig og hann þakkaði pent fyrir sig og setti hann í netið. 3-2 í hálfleik, en hefði nú átt að vera stærri munur okkar mönnum í hag.
Afturelding skoraði svakalegt rangstöðumark og jafnaði leikinn í 3-3, en þá spændi Arnar Sig í gegnum vörnina og sendi á Óskar Smára sem lagði knöttinn í netið. 4-3 fyrir Tindastól. Síðasta markið kom svo eftir hornspyrnu frá Atla Arnarsyni en hann sendi knöttinn laglega á Einar Marteinsson leikmann Aftureldingar sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja lið, nema í eigið net.
Tindastóll hélt áfram að sækja eftir þetta og voru óheppnir að bæta ekki við.
Stórfínni leikjatörn lokið og menn geta vel við unað með útkomuna. Allir spiluðu a.m.k tvo heila leiki af þessum þrem og það eru flottar mínútur fyrir leikmennina á þessum tíma.
Næsti æfingaleikur er við Leikni Reykjavík í Egilshöllinni næstkomandi laugardag 1.des kl 16.00!!
M.fl.kvenna. Laugardagur.
Haukar – Tindastóll.
Leikurinn fór 6-0 en tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum þar sem tvö af þessum mörkum voru algjör gjöf af okkar hálfu og svo var eitt rangstöðumark. Engir aðstoðardómarar voru á leiknum.
M.fl.kvenna. Sunnudagur.
KR – Tindastóll.
Seinni leikurinn var á móti KR sem féll úr úrvalsdeildinni í haust. Sá leikur tapaðist 3-0 en þar börðust stelpurnar mjög vel og voru óheppnar tvisvar að skora ekki. Bryndís Rut stóð í markinu báða leikina og varði oft á tíðum frábærlega. Ungt lið okkar á framtíð fyrir sér með þolinmæði og metnaði verðum við með gott lið áður en langt um líður. Báðir þjálfarar hinna liðanna höfðu orð á því hversu mikla og jafna breidd við værum með af ungum og efnilegum leikmönnum.