- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Strákarnir í meistaraflokknum leggja land undir fót um helgina og spila tvo æfingaleiki sunnan heiða. Stelpurnar í stúlknaflokki fara hins vegar í hina áttina og spila æfingaleik við meistaraflokk Þórs.
Fyrri leikur hinna nýkrýndu Greifamótsmeistara verður í kvöld gegn ÍR í Hertz-hellinum í Breiðholti og er áætlað að hann hefjist um kl. 18.30, en á laugardag fara þeir á Suðurnesin og spila við Njarðvíkinga kl. 14.30. "Stóri maðurinn" George Valentine er væntanlegur til landsins á laugardagsmorguninn, en Isacc Miles bakvörður er væntanlegur strax eftir helgina.
Stelpurnar í stúlknaflokki spila á Akureyri gegn meistaraflokki Þórs í kvöld kl. 19 í Síðuskóla. Okkar lið er ungt að árum, elsti leikmaðurinn er fæddur 96 en í liðinu eru líka stelpur fæddar 97 og 98. Það verður gaman að sjá þær spreyta sig gegn meistaraflokki Þórs.
Körfuboltaskólinn verður á sínum stað á sunnudagsmorguninn undir stjórn Bárðar Eyþórssonar, sjá nánar starfsáætlun skólans HÉR.