Meistararnir unnu Meistarana

Í kvöld áttust við Tindastóll og Grindavík í fyrirtækjabikarnum. Leikurinn var fjörugur og bráðskemmtilegur í alla staði .
Byrjunarliðið var skipað Helga Rafni, Pétri Rúnari, Viðari, Antoine og Flake. 
Tindastóll byrjaði betur og komst í 4-0 og eftir fyrsta leikhluta 30-23,  varnaleikurinn var góður í kvöld og strákarnir á tánum.  Áfram hélt Tindastóll sama gírnum í öðrum leikhluta og juku forskotið,  staðan í hálfleik var 58-41. Stólanir í fínum málum, að sama skapi Grindavíkingar slegnir út af laginu og farnir að láta skapið fara með sig. 
Í seinni hálfleik kom Grindavík mun stemmdari til leiks og börðust menn mikið og stundum meira en gott þykir en Tindastóll varðist mjög vel. Staðan eftir 3 leikhluta var 87-67 Tindastóll í vil og greinilegt að þeir ætluðu ekki að gefa neitt eftir.  Í 4 leikhluta reyndi Grindavík pressu vörn en allt kom fyrir ekki og Stólanir unnu 104-87.
Antoine 30 stig, Helgi Rafn 22 stig og 10 fráköst,  Flake 18 stig,  Pétur 11 og 7 stoð, Ingvi og Helgi Freyr með 7 stig, Viðar með 5 stig og Siggi 4 stig. 
Góður sigur hjá strákunum.

BERJAST TINDASTÓLL

Hér er tölfræði leiksins.