- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Skráning er opin.
Smelltu hér til að hefja skráningu
Skráning í kerfið:
Foreldrar byrja á því að velja kyn og aldur barnsins og fylgja síðan þeim skrefum sem fylgja í kjölfarið á síðunni. Öll börn sem æfa fótbolta, körfu, frjálsar og sund hjá Tindastóli skulu vera skráð hér inn. Athugið að skráningin nú er bindandi fyrir allan veturinn en hægt verður að afskrá og nýskrá börn í byrjun janúar 2013. Hægt er að prenta út æfingatöflu hvers barns en æfingatöflur og gjöld er einnig að finna á heimasíðum deildanna, www.tindastoll.is
Þetta er skráningar-og innheimtukerfi til þess að halda utan um þátttöku barna í skipulögðu íþrótta-og tómstundastarfi. Kerfið er hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu að halda utan um iðkendaskrána og er rukkunin gerð með einum sameiginlegum greiðsluseðli fyrir allar deildir. Fyrri greiðsluseðillinn er sendur út í október og síðari í febrúar 2013. Hægt er að óska eftir skiptingu á greiðslu hjá innheimtufulltrúa í Ráðhúsinu, á netfangið: siggaing@skagafjordur.is
Hvert barn í Skagafirði á aldrinum 6-18 ára á rétt á hvatapeningum einu sinni á ári að upphæð 8.000,- að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hægt er að nota hvatapeningana á vetrar TÍMabilinu (jan-maí og sept-des) eða Sumar TÍMabilinu (júní-ágúst). Hafi barn ekki uppfyllt skilyrði til að fá hvatapeninga fyrr á árinu en getur náð því nú í Vetrar-tíminu er mikilvægt að haka í þann reit í skráningunni . Lækkar þá greiðslan sem þeim nemur.
Forsendur Hvatapeninga er að heildargreiðsla fyrir íþrótta-tómstunda og tónlistarnám barns nemi að lágmarki 30.000.- á árinu 2012 og barnið stundi fleira en eina íþrótt, t.d. íþrótt og tónlistarnám, tvær íþróttagreinar, íþrótt og skátastarf. Systkini geta nýtt sér eina hvatapeninga ef upphæðin nær að lágmarki 30.000.-fyrir þau til samans.
Nánari upplýsingar um hvatapeninga er hægt að fá á www.skagafjordur.is
Ungmennasamband Skagafjarðar, UMSS, óskaði eftir aðgangi að T.Í.M. kerfinu fyrir öll aðildarfélög sín frá og með áramótunum 2010/2011. Stefnan er að allar skráningar barna, 18 ára og yngri, í íþróttastarf í Skagafirði fari í gegnum T.Í.M. kerfið. Mun það m.a. auðvelda UMSS að halda utan um iðkendaskrána og gera það kleift að halda faglega utan um íþrótta-og frístundastarf barna í Skagafirði. Þannig er hægt að sjá þegar brottfall verður og bregðast við því, einnig ef heilu árgangarnir eru ekki að skila sér inn í frístundir, svo dæmi séu tekin. Einungis Tindastóll er að nýta sér þetta skráningarkerfi nú í vetur en vonir standa til að öll aðildarfélög UMSS sem bjóða börnum og unglingum upp á skipulagt frístundastarf verði orðnir þátttakendur á næsta ári.
Vanti ykkur aðstoð við skráninguna bendum við ykkur á að koma í Hús frítímans á opnunartíma hússins og fá aðstoð og upplýsingar þar eða hringja: 4556109
Allar fyrirspurnir skulu sendast á netfangið tim@skagafjordur.is
Með bestu kveðju,
Sveitarfélagið Skagafjörður og UMF. Tindastóll