- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Strákarnir í 9. flokki heimsóttu Stjörnuna um síðustu helgi í 16-liða úrslitum Biarkeppni KKÍ. Eftir harða baráttu töpuðu strákarnir 41-48.
Stjarnan er riðli fyrir ofan strákana, eða í B-riðli og því ljóst að strákarnir þyrftu að eiga góðan leik til að leggja Stjörnuna.
Að sögn Odds Benediktssonar þjálfara, var þetta hörkuleikur sem tapaðist á endanum. Hann var mjög ánægður með baráttu strákanna og sagði þá hafa barist eins og ljón.
Lokastaðan eins og áður segir 41-48 fyrir Stjörnuna. Staðan í hálfleik var 18-23 fyrir Stjörnuna.
Stigahæstir urðu þeir Elvar Ingi og Pálmi með 12 stig, Örvar Pálmi gerði 11, Halldór Broddi 4 og Arnar Ó 2. Aðrir leikmenn sem tóku þátt í leiknum voru þeir Ólafur, Hartmann, Guðni Bjarni, Pálmar Ingi og Kristinn Freyr.