- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Sanngjarn sigur í Hafnarfirði.
Tindastólsstúlkur heimsóttu Hauka á Schenkervöllurinn í blíðskapaveðri, byrjunarlið Bryndís Rut, Sunna, Svava, Jenný, Snæja, Rakel Svala (Ólína 90 mín.), Rakel Hinriks, Carolyn, Hugrún (Hildur 90 mín.), Guðný (Brynhildur 88 mín.) og Leslie.
Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar og liðin skiptust á að sækja án þess að skapa sér hættuleg færi. Stólarnir voru þéttir og og helstu ógnanir Hauka voru nokkur skot utan af velli sem annaðhvort fóru framhjá eða Bryndís varði öruggleg. Sterkur varnaleikur Stólann virtist fara í skapið á Haukum, sérstaklega níunni hjá þeim, sem hugsaði meira um að sparka í Stólastelpur en vinna boltann aftur þegar hún tapaði honum. Hún uppskar gult spjald á 29 mínútu þegar þegar Sunna komst inní sendingu ætlaða henni, renndi hún sér með takkann á undan í fætur Sunnu löngu eftir að Sunna var búinn að senda boltann frá sér, spurning um litinn á þessu spjaldi þar sem um hreinan ásetning var að ræða. En Sunna hristi þetta af sér og haltraði aftur inná völlinn eftir aðhlynningu frá Gaua. Áfram hélt baráttan og jafnræði með liðunum. Á 39 mínútu gerði dómari leiksins mikil misstök og dæmdi óbeina aukaspyrnu á Bryndísi, sem hafði tekið boltann með höndum eftir að hann barst inní teig eftir að Rakel Hinriks og Haukastúlka renndu sér í boltann. Haukar tókur spyrnuna en Stólarnir vörðust vel en náðu ekki að hreinsa út úr teignum og boltinn datt alltaf fyrir fætur Haukastúlkna sem að lokum komu boltanum yfir marklínuna, má segja að dómarinn hafi gefið þeim þetta mark. Tindastólsstúlkur sýndu mikinn karakter eftir markið og voru mun sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.
Síðari hálfleik hófst eins og sá fyrri endaði,
Tindastóll mun sterkari og líklegri í öllum sínum aðgerðum. Á 10 mínútu slapp
Hugrún í gegn en markvörðu Hauka varði vel frá henni, skömmu síðar átti Leslie
gott skot sem markvörðurinn varði í horn. Upp úr horninu kom hættulegasta færi
Hauka, þær skalla frá marki og allt í einu eru þær komnar þrjá á móti Sunnu og
fór um bekkinn, en léleg stungusending og að Sunna virtist töluvert fljótari en
þær, varð til þess að hún bjargaði þessu í innkast. Eftir þetta tókur
Tindastólsstelpur öll völd á vellinum, á 60 mínútu komst Leslie ein í gegn og
skoraði auðveldlega framhjá markverði Hauka og jafnaði leikinn. Um 8 mínútum
síðar vann Carolyn boltann á miðjunni lék í átt að teignum og átti gott skot
yfir markvörð Hauka og staðan orðin 2-1 Stólunum í vil. Síðustu 20 mínútur
leiksins áttu Stólarnir tvö góð færi, annað á 74 mínútu þegar Hugrún fékk góða sendinu
inní teig, hún gerði vel með mann í bakinu en náði ekki að stýra boltanum
framhjá markmanninum og á 83 mínútu kom gott skot frá Rakel Hinriks en
markvörðuinn varði. Fátt markvert gerðist eftir þetta. Varð gífulegur fögnuður
þegar dómarinn flautaði leikinn af og fyrsti sigurinn í deildinni
staðreynd.
Sanngjarn sigur og verður að hrósa stúlkunum fyrir
frábæra baráttu og dugnað allan leikinn, skipulagið hélt allan tímann og
spilamennskan til fyrirmyndar. Svo er bara að vera tilbúnar í næsta leik sem er
á móti Álftanesi á miðvikudaginn 26. Júní kl. 19:00 á Sauðárkróksvelli. Allir
að mæta á völlinn til hvetja stelpurnar.
Jafntefli við Fram á heimavelli
Það var stíf norðanátt þegar fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna hjá Tindastól fór fram á æfingasvæði Sauðárkróksvallar, gestirnir voru Fram frá Reykjavík. Byrjunarlið Tindastóls Bryndís Rut, Jenný, Sunna, Svava, Snæja, Ólína (Brynhildur 72.mín.), Carolyn (Laufey 85.mín.), Guðný, Bryndís Rún (Sigurveig 82.min.), Rakel Svala og Hugrún (Hildur 88.min.). Leikurinn fór rólega af stað og var fátt sem gerðist fyrstu 30 mínúturnar, þó varði Bryndís vel aukaspyrnu sem Framarar fengu rétt fyrir utan teig. Á 35 mínútur komust Framarar í gegn en skutu yfir úr ákjósalegu færi, 5 mínútum síðar náði Tindastóll að byggja upp góða sókn frá vörn og út á vinstri kant þar sem Guðný átti góða sendingu fyrir markið þar sem Carolyn skaut og átti gott skot að marki sem markvörðurinn varði vel út í teig. Boltinn barst aftur til Carolyn sem lét markvörðinn verja aftur frá sér en Bryndís Rún fylgdi vel á eftir og skoraði gott mark. Tindastóll virkaði sterkari síðustu mínútur hálfleiksins en þó áttu Framarar hættulegri færi og sluppu tvisvar í gegn. En Bryndís var vandanum vaxinn í markinu og á hún hrós skilið fyrir góð úthlaup og hirti boltann af tánum Framara.
Síðari hálfleikurinn var jafn og einkenndist af mikilli baráttu. Tindastóls stúlkur gerðu sig nokkuð oft sekar um slakar sendingar og einnig að ætla sér um of með boltann í stað þess að reyna að byggja upp spil. Þetta varð til þess að Tindastólsstelpunar fengu á sig mark á 20 mínútu síðari hálfleiks eftir slæm misstök þar sem þær misstu boltann á miðjum vallarhelmingi sínum og Framarar stungu boltanum í gegn og skoruðu. Seinni hluti síðari hálfleiks var jafn en hvorugt liðið skapaði sér færi. Þó voru Framarar sterkari síðustu 10 mínúturnar en vörn Tindastóls stóð vaktina vel. Í lið Tindastóls vantaði tvo sterka leikmenn þær Rakel Hinriks og Leslie Briggs, telja má að úrslitin hefðu orðið enn hagstæðari með þær innanborðs. Næsti leikur stelpnanna er á móti Haukum í Hafnafirði.